Nöldur nýbúans

„Glöggt er gests augað” er stundum sagt, og oft með réttu. Gott dæmi um það má sjá í spjalli Kristins R. Ólafssonar á þriðjudögun í síðdegisútvarpi Rásar 2.

Innlegg Kristins nefnist „Nöldur nýbúans”, og þó Kristinn sé vissulega Íslendingur hefur hann búið lengi erlendis en er nýfluttur aftur heim og sér því ýmislegt sem við hin tökum kannski ekki eins vel eftir. Meðal þess er hirðuleysi okkar um tungumálið, sem lýsir sér meðal annars í ofnotkun erlendra orða og merkingarlítilla eða ónákvæmra orðaleppa.

Þriðjudaginn 4. september ræddi Kristinn til dæmis um ensk orð sem nú eru algeng í daglegu máli, til dæmis „bröns” og „sorry”. Einnig fjallaði hann um hið undarlega orð  „opnunartími” sem vissulega er íslenskt en merkir bókstaflega „tíminn þegar opnað er” en ekki hve lengi er opið. Boðskapurinn nýbúans Kristins er að við eigum að huga betur að málnotkun okkar og taka ekki upp erlend orð þegar þess er alls engin þörf.

Ég er að hugsa um að taka Kristin á orðinu. Ekkert ókei og bæ framar. Héðan í frá ætla ég að hætta að sletta á báða bóga eins og Helgi Guðmundsson lærimeistari minn í íslenskudeild Háskóla Íslands. Héðan í frá ætla ég að tala íslensku.

 1. Bjarni Már Ólafsson
  12.9.2012 kl. 7:44

  Að því sögðu er rétt að vitna í texta hljómsveitarinnar Moses Hightower:

  Margt á manninn lagt

  Varla hefur neinum neitt
  náð að verða eins og mér
  jafn ákaflega þungt og þreytt
  og þessi litla vísa hér

  Ambögur og ofstuðlar
  alveg ná mér upp í kok.
  Froðusnakk og fánýtt sprok
  frussast úr mér allstaðar.

  Það er margt satt ósagt enn og margt á manninn lagt, ójá.

  Dagurinn í duftið laut
  og draumurinn um skrifað blað.
  Bragarsmíð er bansett þraut,
  bölva mátt þér upp á það.

  Setningarnar sitt á hvað
  synda um á tundri og tjá.
  Það er margt satt ósagt enn og margt á manninn lagt, ójá.

  • 14.9.2012 kl. 10:48

   Móses klikkar ekki. Ljúf og notaleg músík, og alvöru textar. Mitt uppáhald er Stutt skref – einfalt er samt djúpt, og allt á íslensku!

 1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: