Heim > Uncategorized > 380 afrek

380 afrek

Brúarhlaup á DFSÍ gær voru mörg afrek unnin í heimabæ mínum, Selfossi. Þar var Brúarhlaupið þreytt og 380 manns unnu hver sitt afrekið.

Við hjónin vorum í þessum hópi afreksmanna og hlupum í fyrsta sinn á æfinni í opinberri keppni. Árangurinn var fínn að okkar mati. Úrslitin má sjá á Hlaup.is.

Undirbúningur okkar hefur tekið rúmt ár, með hjálp æfingakerfis sem nefnist í stystu máli „C25k”. Þessi skammstöfun stendur fyrir „Couch to 5 k”, eða „Úr sófanum í 5 kílómetra”. Kerfið er miðað við algjöra byrjendur í hlaupum, sem hentaði okkur vel og hefur nú komið okkur úr sófanum í 5k.

Í Brúarhlaupinu hlupu nú á að giska 380 manns sem fyrr segir. Þetta er allstór hópur. Ég bjóst reyndar við mun meiri þátttöku, ekki síst í skemmri vegalengdunum. Heimamenn voru líka færi en ég hafði búist við. Getur hugsast að þetta hafi ekki verið nógu vel auglýst? Til dæmis sá ég ekki orð um þennan viðburð í Dagskránni og Sunnlenska. Eða er fólk bara orðið svona kulvíst eftir hitasvækju sumarsins?

Flokkar:Uncategorized
  1. Engar athugasemdir ennþá.
  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: