Heim > Uncategorized > Klappað fyrir meistara

Klappað fyrir meistara

Frétt á visir.isÁ visir.is er sagt frá því með stríðsfyrirsögn að púað hafi verið á skólameistara FSu við setningu skólans í morgun. Hvað er verið að segja með þessari framsetningu? Er þetta rétt?

Nú var ég reyndar viðstaddur skólasetninguna, og sá og heyrði hvað fram fór. Vissulega heyrðist einhver ómur af púi frá einhverjum nemendum, en með fyrirsögninni á vísi er gefið í skyn að um almenna óánægju hafi verið að ræða. Það er fjarri sanni. Margir klöppuðu líka, en þess er reyndar ekki getið á vísi. Hver er tilgangurinn með svo villandi fréttaflutningi?

Vissulega eru fjölmiðlar reknir eins og önnur fyrirtæki, og þurfa peninga til starfsemi sinnar. Hins vegar er varla réttlætanlegt hjá vönduðum fréttamiðli að senda út villandi fréttir eða beinlínis rangar, til þess eins að draga til sín lesendur. Kallast það ekki sorpblaðamennska á góðri íslensku?

Flokkar:Uncategorized Efnisorð:
  1. Engar athugasemdir ennþá.
  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: