Heim > Uncategorized > Fjölbraut í Kringlumýri

Fjölbraut í Kringlumýri

Ég rakst í dag á athyglisverðan ritdóm í Mogganum um bók Helga Ingólfssonar, ‘Frjálsar hendur’. Einkum fannst mér fróðlegt að sjá hvað sagt er um unglinga sögunnar í ritdómnum.

Aðalpersónan er kennari í framhaldsskóla, og koma nemendur hans nokkuð við sögu. Í ritdómnum segir að sagan lýsi starfi kennara og „… baráttu við algerlega áhugalausa nemendur sem hika ekki við að kæra hvern þann kennara sem vogar sér að fara fram á lærdóm og þögn í skólastofunni.” Í þessum skóla, Fjölbrautaskólanum í Kringlumýri, eru nemendurnir „…vart mælandi á íslenska tungu og nota hvert tækifæri til að klekkja á kennurunum. Sem eru algerlega varnarlausir gagnvart ósvífnum árásum nemenda, því búið er að binda hendur þeirra með öllu þannig að þeir geta hvorki æmt né skræmt þyki þeim of langt gengið.”

Nú veit ég vel að sögur Helga eru gjarnan ærslafengnar. Það má til dæmis sjá í ‘Andsælis á auðnuhjólinu’ og kvikmyndinni ‘Jóhannes’ sem gerð var eftir sögunni, með Ladda í aðalhlutverki. Ég veit líka að tengsl skáldskapar og veruleika eru með ýmsu móti og sjaldnast hrein og bein. Engu að síður þykir mér athyglisvert ef Helgi sögukennari í MR notar þessa útslitnu staðalímynd af unglingum í sögu sinni og styður þannig það fordómafulla viðhorf að unglingar séu upp til hópa húðlöt og ósvífin sníkjudýr. Það er að minnsta kosti ekki í samræmi við mína reynslu, hvorki úr MR né fjölbraut.

Flokkar:Uncategorized
  1. Engar athugasemdir ennþá.
  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: