Heim > Uncategorized > Gnarrrrr?

Gnarrrrr?

Agnes Bragadóttir skrifar athyglisverðan pistil í Moggann í dag. Þar sýnir hún fram á að borgarstjórn Reykjavíkur sé óhæf. Rökin eru þau að það hafi tekið Gnarr og félaga  tvo mánuði að malbika 250 metra vegarkafla í námunda við höfuðstöðvar Morgunblaðsins í Hádegismóum. Þvíkir skussar.

Ég get bætt um betur. Ég þekki dæmi þess að það hafi tekið bæjarstarfsmenn fjögur ár að koma sér að því að gera við vatnsleka í húsagarði, þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir íbúanna. Ég verð hins vegar að hryggja Agnesi með því að þetta dæmi er ekki út Reykjavík, heldur úr sveitarfélaginu Árborg, þar sem sjálfstæðismenn eru við stjórnina. Eru þeir þá meiri skussar en Jón Gnarr?

Auðvitað er umræða á þessu plani út í hött. Mér dettur ekki í hug að dæma verk Eyþórs Arnalds og félaga í Árborg út frá einu dæmi sem betur mætti fara. Vissulega má alltaf ræða forgangsröð og áherslur, en þegar vitað er að peningar eru af skornum skammti þurfa þegnarnir að vera viðbúnir því að einhvers staðar skorti þjónustu. Og hvað sem segja má um Jón Gnarr, þá dettur víst fáum í hug að kenna honum um íslenska efnahagshrunið. Aðrir brandarakarlar voru þar að verki, og afleiðingarnar verri en sem nemur 250 metrum af þvottabretti.

Þetta vita allir, en samt hjakkar þjóðfélagsumræðan áfram í sama rifrildisfarinu. Og fjölmiðlarnir, sem þykjast gegna mikilvægu hlutverki í lýðræðissamfélagi, kynda undir vitleysunni fremur en að sýna gott fordæmi. Hvað skyldi það segja um íslenska blaðamenn?

Flokkar:Uncategorized Efnisorð:
  1. Engar athugasemdir ennþá.
  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: